Verð á fóðrun hrossa

Úðrað í sig
Heyinu velt út til að allir komist að
Gott að lúlla í heyinu
 
 

Úrvalshestar bjóða upp á langtíma fóðrun hrossa.  Við leggjum metnað okkar í að hrossunum líði vel, hafi nóg að bíta og brenna og séu hæfilega mörg saman í passlega stórum beitarhólfum.  Verð er mismunandi eftir því hvort um stóðhesta, fylfullar hryssur eða geldhross er að ræða.   Einnig er verð á fóðrun til styttri tíma samningsatriði hverju sinni.    Úrvalshestar geta farið fram á tveggja daga fyrirvara til að smala hrossum til afhendingar, og lengri fyrirvara á sumrin þegar hross eru fjarri heimahögum.  Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatti.
 

Fóðrun á fylfullum hryssum

Heils árs fóðrun                150.000 m/vsk

Innifalið: Full fóðrun og reglubundnar ormalyfsgjafir. Reglubundið eftirlit allan ársins hring og sérstakt aukaeftirlit um það leyti sem hryssan kastar.  Aukaeftirlit um köstun felur í sér að sérstaklega sé fylgst með hryssunni, að hún kasti áfallalaust og losni við hildir.   Folaldið er einnig undir eftirliti og fylgst vel með því að það komist á spena og allt líti eðllilega út.  Sérstaklega er hugsað um að hryssurnar kasti í hólfum sem eru laus við hættur svo sem skurði og annað slíkt.  Fóðrun á geldhrossum og tryppum eldri en eins vetra

Heils árs fóðrun              124.000 m/vsk

Innifalið: Full fóðrun og reglubundnar ormalyfsgjafir og eftirlit.   Einnig snyrting á hófum.


 

Fóðrun á stóðhestum 

Heils árs fóðrun               200.000 m/vsk

Innifalið:  Full fóðrun og reglubundnar ormalyfsgjafir og eftirlit.   Einnig snyrting á hófum.


 

Athugið að varðandi fóðrun allra hrossa er ekki innifalinn sá dýralækniskostnaður sem ekki telst vera þáttur í reglubundinni umhirðu hrossins, svo sem vegna slysa eða veikinda.  Eigandi ber allan dýralæknakostnað sem kann að verða af þeim orsökum.  Úrvalshestar áskilja sér rétt til að breyta þessari verðskrá fyrirvaralaust vegna breytinga á verði aðfanga.