Enn laus pláss undir snillinginn Trymbil frá Stóra-Ási

22. júní, 2014

Trymbill frá Stóra-Ási er hestur sem er mikið skreyttur með tölum, yfir 9 fyrir hæfileika, 7,40 í tölti og er skráður í töltkeppnina á Landsmóti, og efstur í A-flokki í Skagafirði í vor með 8,68.  Hann kemur því sterkur inn í A-flokks keppni Landsmótsins og er einn af hæst dæmdu hestum sem munu mæta þar.  Hann er frjósamur og þegar byrjaður að sinna hryssum á fullu fyrir norðan, og hafa drottningar eins og Ösp frá Hólum, Þilja frá Hólum og Hending frá Flugumýri allar komið í heimsókn til hans í vor.

Hér getur þú lesið meira um Trymbil og m.a. séð video af honum frá því hann var 5 vetra gamall.

Myndina tók Elisabeth Jansen af Trymbli og Gísla Gíslasyni

Enn laus pláss undir snillinginn Trymbil frá Stóra-Ási