Sölumaraþon í gangi hjá Úrvalshestum

18. september, 2016

Úrvalshestar hafa ákveðið að tileinka Septembermánuð hestasölu og framsetningu mynda og myndbanda af hestum til sölu.  Af því tilefni kynnum við þessa dagana og ætlum að gera út mánuðinn einn nýjan hest til sölu á hverjum degi.  Auk þess erum við einu sinni í viku með svokallað sértilboð, en þá er einn hestur valinn til að vera á sérlega hagstæðu verði, og í síðustu viku var það Þristssonurinn efnilegi Alvar frá Holtsmúla, 6 vetra þægur og efnilegur fjórgangshestur, ekkert rosalega mikið taminn en rúmlega reiðfær, sem var kynntur til sölu á aðeins 150.000 krónur.  Þessi hestur er ennþá til sölu þannig að það er um að gera að skoða það.

Hestur dagsins í dag, sunnudag 18. september er hins vegar Álfssonur og sonur Kolfinnsdótturinnar  Össu frá Hólum, Austri frá Holtsmúla.  Hann er 5 vetra gamall, rétt reiðfær en mjög efnilegur sem keppnishestur í fjórgang.  Finna má allar upplýsingar um hann hér.

Endilega fylgist með nýjum hesti á hverjum degi út mánuðinn hér hjá Úrvalshestum.

Sölumaraþon í gangi hjá Úrvalshestum