Dúna frá Holtsmúla I

IS2011281109
Brúnn

Verð: 420.000 kr.

Dúna er myndarleg alhliða hryssa sem fer jafnt á tölti og brokki. Skeiðið virðist galopið og hún stefnir í að verða mikill garpur á gangtegundum.

Dúna er með stærri hryssum, og minnir um margt á afa sinn hann Kolfinn frá Kjarnholtum, bæði hvað varðar mjög sterka yfirlínu, mikla rýmd, og skort á prúðleika!  Fótaburðurinn er hár og skrefin löng.  Hryssa með sterkar ættir á bak við sig.  Dúna er fylfull við Þey frá Holtsmúla 1.   Dúna er mjög auðveld í reið, alhliða geng og velur tölt.

Til baka