Úrvalshestar bjóða upp á fjölbreytt námskeið, yfirleitt í formi helgarnámskeiða eða reglubundinnar kennslu til lengri tíma. Tímasetningar og tímalengd námskeiða er samkomulag milli viðkomandi kennara hjá Úrvalshestum og skipuleggjenda námskeiðsins.  Ef þú vilt leggja stund á nám tengt reiðmennsku eða hrossarækt þá endilega hafðu samband og við skipuleggjum þetta þannig að það henti þér.

Magnús leiðir nemanda í allan sannleika um það hvernig best sé að stilla hesti upp fyrir byggingadóm

Viðfangsefni námskeiða geta verið hvað sem er tengt hestum og hestamennsku, allt eftir því hvað viðskiptavinurinn vill læra, en hér eru nokkur dæmi um vinsæl námskeið:

  • Meðhöndlun og mat á unghrossum
  • Námskeið um kynbótadóma, bygging og / eða hæfileikar
  • Almenn reiðnámskeið, áhersla á ásetu og stjórnun
  • Töltnámskeið
  • Skeiðnámskeið
  • Fimiæfinganámskeið, uppbygging reiðhestsins fyrir allt hitt
  • Byrjendanámskeið
  • Barna – og unglinganámskeið
  • Frumtamninganámskeið

Kennarar eru Magnús Lárusson og / eða Svanhildur Hall.  Þau hafa bæði áralanga menntun og reynslu í kennslu í reiðmennsku og hrossarækt.

Hafðu samband ef þú hefur áhuga á einhverju af þessu eða vilt hanna þitt eigið námskeið með okkur. Við ferðumst um allt land til að kenna. Veljum saman hentugar tímasetningar og gerum alvöru úr þessu.