Stóðhestar í boði sumarið 2021

Við bjóðum upp á gullfallegan, hátt dæmdan og framúrskarandi vel ættaðan stóðhest í sumar.   Pensill frá Hvolsvelli er gestur í Holtsmúla sumarið 2021.  Pensill er með 129 stig í kynbótamati sem er næsthæsta einkunn allra fjögurra vetra og eldri dæmdra hesta á Íslandi!     Pensill mætir í Holtsmúla um miðjan júní og verður út sumarið.   Vinsamlega hafið samband með tölvupósti eða hringið í síma 659 2237 ef þið viljið panta pláss.  Allar upplýsingar um Pensil má finna hér neðar á síðunni með því að smella á linkinn.  Verð á folatolli undir Pensil er 160.00 með VSK og þjónustu (einn sónar innifalinn).  

Þjónustugjald

Allar upplýsingar um stóðhesta sumarsins má finna undir viðeigandi tenglum hér neðst á síðunni.  Þjónustugjald fyrir hverja hryssu er kr. 36.000 með VSK og einum sónar.   Ef hryssan mun þurfa fleiri sónarskoðanir þá kostar hver þeirra 6.000 kr. með VSK.  Allar hryssur eru í Holtsmúla þar til skorið hefur verið úr um það hvort  þær séu fylfullar eða ekki, og það þarf að greiða allan kostnað áður en eða þegar hryssa er sótt.  Hryssueigendur eru beðnir um að skrifa undir samning sem hægt er að finna hér.  Fylla má út samninginn þegar komið er í Holtsmúla með hryssuna, eða klára það fyrr og senda rafrænt til okkar.

Þjónustugjald

Aðbúnaður hrossanna

Við leggjum metnað okkar í gott eftirlit og aðbúnað með öllum hryssum og folöldum.   Öll hross hafa ótakmarkaðan aðgang að fersku vatni og ábornu grasi í rúmgóðum hólfum.  Öll hross, bæði hryssur og folöld þurfa að vera örmerkt þegar þau koma, ef þau eru það ekki þá bjóðum við upp á þá þjónustu.  

Aðbúnaður hrossanna