Gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir allt gamalt

24. desember, 2020

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár frá okkur fjölskyldunni í Holtsmúla.   Þrátt fyrir erfitt ár sem er að klárast, þá gerðust margir stórskemmtilegir og vel heppnaðir áfangar hér hjá okkur.   Heimasætan hún Edda Margrét var fermd á fallegum degi og náðum við að fagna þeim áfanga með nánustu aðstandendum, en veislan verður haldin seinna með bóluefni :)  Við byggðum draumahesthúsið okkar og erum skýjum ofar af gleði yfir því hvernig til tókst.   Hestum og mönnum líður betur í nýjum vinnuastæðum og vinnan er án efa markvissari.

Við viljum bjóða ykkur í smá heimsókn í hesthúsið og heim í Holtsmúla á þessu myndbandi sem hægt er að skoða með því að smella á linkinn hér fyrir neðan.

Að endingu viljum við fjölskyldan og hestarnir, já og kettirnir senda okkar bestu hátíðaróskir um gleðileg jól og hlökkum til að upplifa frábært 2021.


Myndasafn

Gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir allt gamalt