Vinna með unghross 1 - 3ja vetra í fullum gangi

3. maí, 2020

Það er mikið að gera í hesthúsinu við unghrossamat.  Alls staðar líta á mann litlir veturgamlir hesthausar þegar gengið er um hesthúið, og er ansi gaman að sjá hvað í þessum unglingum býr.  Vinnan felst í því að kenna tryppunum að láta ná sér og mýla, og að sjálfsögðu teymast og almennt vinna í sjálfstrausti þeirra og virðingu fyrir manninum.  Yfirleitt dugar 10 - 14 daga tamning til að ná þessu markmiði, og þá er búin til skrifleg skýrsla fyrir eigandann með mati á skapgerð hrossins, byggingu og hreyfingum.  Ef þú hefur áhuga á því að senda þitt hross í svona forskóla þá endilega hafðu samband við okkur. 


Myndasafn

Abel frá Holtsmúla 1, hér veturgamall og orðinn nógu taminn til að teymast út og stilla sér upp fyrir framan myndavélina
Abel frá Holtsmúla 1, hér veturgamall og orðinn nógu taminn til að teymast út og stilla sér upp fyrir framan myndavélina