Þöll frá Holtsmúla 1

IS2010281110 | Rauðstjörnótt

Þöll er sex vetra, mjög þæg og auðveld hryssa sem nánast allir geta riðið. Hún er svokallað "brúkunarhross" í Holtsmúla, notuð mikið til að smala, í reiðkennslu, og svo fengu heimasæturnar að prófa hana þegar við fórum að búa til video. Hún hefur sannað sig sem algert afburðahross í því að vera lipur og viljug að sinna því sem hún er beðin um. Draumahrossið sem hver einasta hestafjölskylda þarf að eiga.

Þöll er klárhryssa sem finnst gott að nota létt brokk, en töltir ágætlega og er þar í stöðugri framför.  Hún hefur frábært skap og er yfirveguð og óhrædd, en samt sem áður spræk um leið og hún er beðin um að gera hlutina.  Við höldum að myndirnar og myndböndin tali sínu máli.  Knaparnir í videoinu eru (í þeirri röð sem þeir koma fyrir:)  Anni Olsson, Berglind María Magnúsdóttir 8 ára (að prófa hryssuna í fyrsta sinn), Roosa Partanen, og Edda Margrét Magnúsdóttir 10 ára, einnig að prófa hryssuna í fyrsta sinn.

Þöll hefur verið notuð heilmikið í reiðkennslu, og hún kann vel flestar fimiæfingar eins og framfótasnúning, krossgang og sniðgang.  

Þöll er líka alveg bráðvel ættuð og falleg, en hún er systir stóðhestsins okkar hans Þeys, og þar með undan tveimur fyrstu verðlauna foreldrum.  

 

Selt


Myndasafn

Myndband

Ættartré

  • Gaukur Innri-Skeljabrekku
  • Þyrla Norðurtungu
  • Þrymur Geirshlíð
  • Elding Stóru-Ásgeirsá
Þöll Holtsmúla 1