Bragur frá Ytri-Hóli

IS2008180527 | Brúnn

Bygging: 8,28
Hæfileikar: 8,44
Aðaleinkunn: 8,37

1. verðlaun

Bragur er mjög stór og myndarlegur klárhestur í hæsta gæðaflokki. Bragur hefur fengið 9,5 fyrir tölt, brokk, stökk og fegurð í reið. Mikill fótaburður einkennir þennan hest og því er þetta frábær kostur fyrir þá sem vilja rækta mjög hágenga og rúma hesta.

Bragur er undan Landsmótssigurvegaranum Rökkva frá Hárlaugsstöðum og 1 verðlauna Andvaradóttur og því eru afar spennandi ættir sem liggja að baki þessum unga og efnilega stóðhesti.  Hann hefur nú þegar sýnt með frábærri frammistöðu í dómi hvers hann er megnugur, og við vitum að það er stefnt hátt með hann á keppnisbrautinni.  Við veðjum því á Brag þetta árið og kynnum hann sem einn af þeim hestum sem við erum með í boði frá því seint í maí og út tímabilið.

Verð á folatolli undir Brag er kr. 156.000 með VSK

Fylla þarf út sérstakan samning með hverri hryssu sem kemur í Holtsmúla og má annað hvort prenta hann út hér eða fylla út við komuna í Holtsmúla.  Athugið að hryssan fer ekki undir hestinn nema að forráðamaður / ábyrgðarmaður hryssunnar sé búinn að skrifa undir.

Smellið hér til að prenta út samning fyrir hryssu undir Brag frá Ytra-Hóli

 


Myndasafn

Myndband

Kynbótadómur

Sköpulag
Höfuð 7,5
Háls/herðar/bógar 8,5
Bak og lend 8,0
Samræmi 9,0
Fótagerð 7,5
Réttleiki 8,0
Hófar 8,5
Prúðleiki 8,0
Hæfileikar
Tölt 9,5
Brokk 9,5
Skeið 5,0
Stökk 9,0
Vilji og geðslag 9,0
Fegurð í reið 9,5
Fet 6,5
Hægt tölt 8,5
Hægt stökk 8,5
Sköpulag 8,28
Hæfileikar 8,44

Aðaleinkunn 8,37

Ættartré

  • Otur Sauðárkróki
  • Sneggla Hala
  • Andvari Ey
  • Bylgja Innri-Skeljabrekku
  • Rökkvi Hárlaugsstöðum
  • Sandra Mið-Fossum
Bragur Ytri-Hóli