Kenning frá Holtsmúla 1

IS2018281117 | Grá fædd brún

Gullfalleg hryssa, sérstaklega framfalleg, en hálsinn er mjög langur og hringaður, bógarnir skásettir og herðarnar háar. Samræmisgóð og fótahá er hún líka. Augnakonfekt.

Hún töltir afskaplega vel og notar það mikið.  Hreyfingarnar eru mjúkar og háar, og skrefin löng.  Brokkið er tvítakta og hreyfingamikið.  Geðslagið er alveg úrval að vinna með, hún er mikið þjál og auðveld í öllum meðförum.

Í eigu Úrvalshesta


Ættartré

  • Gustur Hóli
  • Syrtla Keflavík
Kenning Holtsmúla 1