Fortamningar unghrossa fyrir útflutning

13. janúar, 2008

Það er að aukast mikið að kaupendur ungra hrossa, þ.e. tryppa vilji fá hrossin meðhöndluð áður en þau eru send út, það auðveldar að sjálfsögðu alla umönnun þeirra á leiðinni, og það sem er ekki síður mikilvægt, að álagið á hrossin út af flutningnum er stórlega minnkað þar sem tryppin eru orðin mannvön og láta allar þessar nýjungar ekki alveg eins mikið á sig fá.  Á meðfylgjandi mynd er folald sem er hér í fortamningu.  Þetta folald er eitt af sjö folöldum á vegum Huldu og Hinna á Árbakka sem eru hérna núna, og fara út til Þýskalands 20. janúar.  Folöldin eru að læra að teymast, og spekjast hratt.
Fortamningar unghrossa fyrir útflutning