Hestasala byrjar líflega á árinu

13. janúar, 2008

Það virðist alltaf vera markaður fyrir falleg og góð, vel ættuð hross.  Góð tamning er svo lykillinn og þá er nánast alltaf auðvelt að selja hrossið.  Á morgun fara héðan þrjú hross og öll með sömu vélinni til Svíþjóðar.  Hríma er hryssa á fjórða vetur og fylfull við Krumma frá Blesastöðum.  Hún á heiðursverðlaunahestana Gust frá Hóli og Huga frá Hafsteinsstöðum að öfum, og mun hún flytja til Svíþjóðar ásamt Glæsi Borðasyni, sem er jafngamall rauðskjóttur efnisgeldingur.  Brenna frá Neðra-Seli er hins vegar folald frá því í sumar undan Krafti frá Efri-Þverá, og mun hún halda áfram til Noregs. 

Myndin var tekin af Hrímu feitri og pattaralegri, nýstaðfest með fyli við Krumma frá Blesastöðum nú síðsumars

Hestasala byrjar líflega á árinu