Kiljan frá Holtsmúla I

IS2008181103
Brúnn

Mýktin, fótaburðurinn og frábært geðslag einkenna þennan framfallega hest. Hann er hágengur á tölti og brokki og afar efnilegur stóðhestur og töltari.

Kiljan er stóðhestur sem verður sýndur núna í vor.  Hann fór nú í eina töltkeppni núna tæplega fimm vetra gamall og stóð sig frábærlega, fór í 7,13 í forkeppni og 7,44 í úrslitum og skaut afturfyrir sig ýmsum frægum fákum.  Geðslagið er úrval og fágætt hvað hann kemur vel upp í herðarnar og á auðvelt með að bera sig.  Þennan hest eigum við að hálfu leyti með þeim Hinriki og Huldu á Árbakka.

Til baka