Kría frá Lækjamóti

IS1980255001 | Brúnskjótt

Bygging: 7,94
Hæfileikar: 8,09
Aðaleinkunn: 8,01

1 Verðlaun

Kría var hryssan sem allt byggðist á í byrjun ræktunarinnar hjá Úrvalshestum, og hennar verður alltaf minnst fyrir það. Glæsileiki einkenndi hana, hún var háreist og hágeng, rúm og viljug.

Kríu keypti Magnús þegar hún var 5v gömul. Hann tamdi hana og sýndi í fyrstu verðlaun árið 1987, þegar það var fremur sjaldgæft að klárhross færu í svo góðan dóm. Kría fékk 9,0 fyrir tölt og hennar sérkenni voru mikill fótaburður og reising. Kría var án efa okkar besta og glæsilegasta hryssa á sínum tíma, enda nánast okkar ræktunarmarkmið í hnotskurn, hágeng, rúm og framfalleg. Ekki spillir brúnskjótti liturinn. Margar af okkar helstu ræktunarhryssum eru undan eða út af henni, þannig að Kría mun án efa skilja eftir sig spor. Undan henni hefur einnig komið einn hátt dæmdur 1v stóðhestur (8,39 í aðaleinkunn), Tjaldur frá Hólum sem er nú í Ameríku. Gammur frá Neðra-Seli er einnig 1v stóðhestur sem býr í Finnlandi, og svo hefur þriðja afkvæmið, hún Kráka sem er ræktunarhryssa hér í Holtsmúla einnig fengið góð 1v eða 8,16 í aðaleinkunn.

Við felldum Kríu þegar hún var 32 vetra gömul.

Fórst


Myndasafn

Kynbótadómur

Sköpulag
Höfuð 8,0
Háls/herðar/bógar 8,5
Bak og lend 7,5
Samræmi 8,0
Fótagerð 7,5
Réttleiki 8,0
Hófar 8,0
Hæfileikar
Tölt 9,0
Brokk 8,5
Skeið 5,0
Stökk 8,5
Vilji og geðslag 8,5
Fegurð í reið 8,5
Sköpulag 7,94
Hæfileikar 8,09

Aðaleinkunn 8,01

Ættartré

  • Blossi Sauðárkróki
  • Hervör Sauðárkróki
  • Hörður Sauðárkróki
  • Sokka Sauðárkróki
  • Hervar Sauðárkróki
  • Snælda Lækjamóti
Kría Lækjamóti