Vaki frá Holtsmúla 1

IS2019181100 | Rauðskjóttur

Þessi hestur hreyfir sig alveg ótrúlega skemmtilega bæði á tölti og brokki. Það er helst mýktin sem einkennir hreyfingarnar, en einnig fótaburður og skrefstærð.

Vaki er mjög fótlangur, og hálsinn langur, klipinn í kverk, og hátt settur.  Yfirlínan er sterk, en það sem gerir hann svo sérstakan er frábært geðslag.  Hann er þjáll, fljótur að læra, spakur og elskur að manninum.   Allt það sem maður vill í svona hesti.   Þetta er hestur sem við höfum nokkuð góða von um sem framtíðar stóðhest.

Í eigu Úrvalshesta


Myndasafn

Myndband

Ættartré

  • Álfur Selfossi
  • Þyrla Ragnheiðarstöðum
Vaki Holtsmúla 1