Rauðhetta frá Kálfhóli 2

2006287842 | Rauðskjótt

Hryssa til sölu með úrvalsgott tölt. Vel reiðfær og efnileg. Búin að eiga eitt folald. Rauðhetta er fylfull við Klæng frá Skálakoti.

Rauðhetta er stór og falleg hryssa, og rúllaði strax í tamningu á tölti og brokki.  Hún er ca 3 mánaða tamin, vel reiðfær og rúllar á lipru tölti og brokki.  Allur gangur er tandurhreinn og hún verður rúm og hágeng.  Hún hefur átt eitt folald áður, en það er gullfalleg skjótt hryssa (sjá hér).  Rauðhetta sýnir strax góðan fótaburð og mikla mýkt á gangi.  Það á eftir að setja hana í höfuðburð en hún er létt í beisli, auðveld í stjórnun og orðin vel reiðfær á fet, tölti, brokki og stökki.  Segja má að nú hefjist skemmtilega vinnan, sem felst í að halda áfram með vel frumtamda hryssu.  Það eru töluverðar líkur á því að þessi hryssa eignist einungis skjótt afkvæmi þar sem bæði faðir hennar og móðir eru skjótt, og hennar fyrsta afkvæmi var skjótt.  Efnishryssa á ferð sem hentar vel sem reiðhross, keppnishross og hryssa í ræktun.

Í eigu Úrvalshesta


Myndband

Ættartré

  • Mímir Selfossi
  • Busla Skálholti
Rauðhetta Kálfhóli 2