Eldur frá Torfunesi

IS2007166206 | Rauðblesóttur

Bygging: 8,61
Hæfileikar: 8,59
Aðaleinkunn: 8,60

1. Verðlaun

Eldur frá Torfunesi er frábær valkostur fyrir þá sem vilja fallega hesta enda hesturinn eindæma glæsilegur með 9 fyrir háls og fótagerð, 8,5 fyrir bak og lend, samræmi og hófa og 10 fyrir prúðleika!

Það er ekki bara úrvals bygging sem einkennir Eld, því hann er með óhemju  góða hæfileikaeinkunn og náði henni strax fjögurra vetra gamall.  Þá fékk hann strax 9 fyrir tölt og vilja, og 9,5 fyrir brokk og fegurð í reið.  Fimm vetra gaf hann enn betur í og hækkaði dóm sinn eins og hægt er að sjá hér að neðan.  Aðaleinkunn hans fyrir byggingu er 8,61 og eru það einmitt þeir eiginleikar sem mest er sóst eftir í sölu (háls, samræmi og prúðleiki) sem eru þar mjög sterkir.  Geðslagið í Eldi er úrvalsgott og að honum standa framúrskarandi einstaklingar t.d. er móðir hans með 8,18 í aðaleinkunn og er hún dóttir hinnar frægu Rastar frá Torfunesi sem líka er með góð 1v og hefur gefið eingöngu 1v hross.  Eldur er með 126 í kynbótagildisspá.

Eldur mætir til að sinna hryssum í Holtsmúla í maí og verður þar til seint í júní.  Á þessu tímabili verður gefinn kostur á því að sæða hryssur sem þurfa á því að halda, en annars er miðað við að hesturinn verði á venjulegri húsnotkun.  

Verð á folatolli undir Eld er kr. 154.000 með VSK

Fylla þarf út sérstakan samning með hverri hryssu sem kemur í Holtsmúla og má annað hvort prenta hann út hér eða fylla út við komuna í Holtsmúla.  Athugið að hryssan fer ekki undir hestinn nema að forráðamaður/ábyrgðarmaður hryssunnar sé búinn að skrifa undir.

Smellið hér til að prenta út samning fyrir hryssu undir Eld frá Torfunesi


Myndasafn

Myndband

Kynbótadómur

Sköpulag
Höfuð 7,5
Háls/herðar/bógar 9,0
Bak og lend 8,5
Samræmi 8,5
Fótagerð 9,0
Réttleiki 7,5
Hófar 8,5
Prúðleiki 10,0
Hæfileikar
Tölt 9,0
Brokk 9,5
Skeið 7,0
Stökk 8,0
Vilji og geðslag 9,0
Fegurð í reið 9,0
Fet 8,0
Hægt tölt 8,0
Hægt stökk 7,0
Sköpulag 8,61
Hæfileikar 8,59

Aðaleinkunn 8,60

Ættartré

  • Markús Langholtsparti
  • Mánadís Torfunesi
  • Djáknar Hvammi
  • Röst Torfunesi
  • Máttur Torfunesi
  • Elding Torfunesi
Eldur Torfunesi